Framvinda uppbyggingar í Dalshverfi III
10. desember 2024
Framvinda uppbyggingar í Dalshverfi III

Fyrsti áfangi klár í apríl/maí 2025

Í fyrsta áfanga Dalshverfis III er stefnt að því að allar íbúðir verði afhentar íbúum á tímabilinu apríl til maí 2025. Þetta skapar einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja festa kaup á nýju heimili í þessu vinsæla hverfi sem státar af bæði fjölbreyttu umhverfi og hagkvæmum, nútímalegum íbúðum.


Glæsilegt hverfi í uppbyggingu

Dalshverfi III er hannað með þarfir fjölskyldna í fyrirrúmi. Hverfið býður upp á þægilega nálægð við skóla, leikskóla og aðra þjónustu ásamt fallegu útivistarsvæði sem eykur lífsgæði allra íbúa.


Fylgist með á næstu vikum fyrir frekari upplýsingar um framvindu framkvæmda og áætlanir fyrir afhendingu íbúða. Við hlökkum til að bjóða nýja íbúa velkomna í þetta glæsilega hverfi!


Ertu að leita að draumaíbúð? Hafðu samband við okkur í dag til að fá nánari upplýsingar um íbúðir í Dalshverfi III og tryggðu þér stað í þessu einstaka hverfi.

Dalshverfi III

10. desember 2024
Það eru spennandi fréttir frá Dalshverfi III þar sem framkvæmdir halda áfram að ganga vel og fyrstu íbúðirnar eru að verða tilbúnar til afhendingar.
21. ágúst 2024
Reising forsteyptra eininga lokið við fyrsta áfanga Dalshverfis. Allt burðarvirki er reist í áfanganum og er innivinna í fullum gangi ásamt gluggaísetningu og lóðarfrágangi. Þar sem sala íbúða í fyrsta áfanga hefur gengið vonum framar fórum við í að steypa upp áfanga 2. Áætlað er að uppsteypu ljúki í öðrum áfanga um miðjan september. Annar áfangi er væntanlegur til sölu með haustinu. Áhugasömum er bent á söluaðila vegna frekari upplýsinga.
SHOW MORE